Vörumynd

Líffræði-Kjarni fyrir framhaldsskóla (2002 & 5) - Skiptibók

Líffræði - Kjarni fyrir framhaldsskóla.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur : Örnólfur Thorlacius.
Lýsing: Í námskrá fyrir framhaldsskóla eru skilgreindir þrír kjarnaáfangar í náttúruf...
Líffræði - Kjarni fyrir framhaldsskóla.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur : Örnólfur Thorlacius.
Lýsing: Í námskrá fyrir framhaldsskóla eru skilgreindir þrír kjarnaáfangar í náttúrufræði. Þetta er kennslubók í líffræðiþætti þessa kjarna, NÁT 103. Um nokkra áratugi hefur kjarnanámsefni í líffræði í íslenskum framhaldsskólum verið þýtt úr erlendum tungum. Öll uppsetning, og ekki síst myndefni, hefur miðast við erlendar aðstæður. En þótt hjörtum mannanna svipi hvarvetna saman, eru sóleyjarnar og fíflarnir í varpanum, þangið í fjörunni, fuglar, fiskar, selir og hvalir hluti af lífríki Íslands. Að þessu leyti er líffræðin þjóðleg fræði, og ungir sem aldnir þurfa að kynnast lífinu í kringum sig. Þessi bók er samin á íslensku, með lífríki Íslands í huga. En líffræðin er líka alþjóðleg. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi, jafnt hérlendis sem í öðrum löndum, þarf að takast á við mengun, offjölgun, útrýmingu annarra tegunda og nýtingu lands og sjávar.
Útgefandi: Iðnú, 236 bls., 2002 og 2005

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt