Vörumynd

Stöngin út

Magnús Guðmundsson

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hér lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis.

Atburðirnir sem Halldór lýsir eru af öllu tagi, sumt er kostulegt, annað á alvarlegri nótum. Hér segir meðal…

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hér lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis.

Atburðirnir sem Halldór lýsir eru af öllu tagi, sumt er kostulegt, annað á alvarlegri nótum. Hér segir meðal annars frá lífsháska á Melavellinum og morðum og mannránum í villta austrinu eftir fall Berlínarmúrsins, saklausum hrekkjum sem gátu undið illilega upp á sig og sterkasta jólasveini í heimi.

Og persónugalleríið er litríkt. Hér stíga á svið kappar á borð við George Best, Jón Pál Sigmarsson og Rod Stewart – að ógleymdum aldavini Halldórs, Hermanni Gunnarssyni.

Magnús Guðmundsson blaðamaður skrifar sögu Halldórs Einarssonar og dregur upp einlæga og ævintýralega mynd af einstökum manni. Halldór sjálfur er sagnamaður af Guðs náð og er frásögnin hlaðin skemmtilegum sögum af sigrum og ósigrum – en alltaf er hann léttur í lund!

„Skemmtilegar sögurnar streyma fram, skemmtileg atvik og ævintýri … Bókin er léttleikandi eins og maðurinn sem segir frá." ⭐️⭐️⭐️!/2  Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðinu

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt