Vörumynd

Orðagull m/UBS lykli

Orðagull - Nýtt málörvunarefni sem styrkir vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn.
Höfundar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og sérkennari, Ásthildur Bj. Snorradó...
Orðagull - Nýtt málörvunarefni sem styrkir vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn.
Höfundar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og sérkennari, Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur.
Teiknari: Búi Kristjánsson.
Lýsing: Orðagull er ljósritunarefni með UBS lykli, litprentuðum spjöldum o.fl.
Markmið með verkefnunum er að þjálfa nemendur í að:
• Hlusta á heyrnræn fyrirmæli og vinna úr þeim.
• Skilja og muna það sem sagt er.
• Auka orðaforða.
• Halda fyrirmælum í vinnsluminni á meðan á framkvæmd stendur.
• Kalla úr minni og endursegja.
Verkefnum er skipt í tvo þyngdarflokka og fylgja nákvæmar leiðbeiningar um fyrirmæli og fyrirlögn verkefna. Bókinni fylgir UBS lykill með öllum vinnublöðum bókarinnar, ásamt gátlista til að fylgjast með framförum nemandans. Spjöld með sjónrænum vísbendingum fylgja með bókinni til þess að hjálpa nemendum að skipuleggja sig, fá yfirsýn yfir verkið og virkja vitræna starfsemi.
Verkefnin henta elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig hentar hún eldri nemendum sem glíma við erfiðleika í vinnsluminni og tvítyngdum nemendum á öllum aldri.
Útgefandi: Höfundar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt