Vörumynd

Þroskahömlun barna: Orsakir – eðli – íhlutun

Þroskahömlun barna: Orsakir – eðli – íhlutun.
Þroskahömlun er fötlun sem hefur verið þekkt um aldir og er algengust allra fatlana. Þekking á orsökum og eðli þroskahömlunar er stöðugt að aukast...
Þroskahömlun barna: Orsakir – eðli – íhlutun.
Þroskahömlun er fötlun sem hefur verið þekkt um aldir og er algengust allra fatlana. Þekking á orsökum og eðli þroskahömlunar er stöðugt að aukast og jafnframt þekking á þeim leiðum til íhlutunar sem dregið geta úr áhrifum fötlunarinnar á líf barna og fullorðinna með þroskahömlun. Fyrirbyggjandi aðgerðir út frá hugmyndafræði snemm-tækrar íhlutunar hafa einnig þróast ört frá miðbiki síðustu aldar og hafa það meðal annars að markmiði að draga úr líkum á því að barna verði þroskaheft. Viðhorf samfélagsins til þroskahömlunar og annarrra fatlana hefur breyst ört á undanförnum áratugum. Það er liðin tíð að litið sé á fötlun sem vandamál einstaklingsins sjálfs heldur er nú litið svo á að fötlun sé afleiðing flókins samspils á milli hins fatlaða þess félags- og menningarlega umhverfis sem hann lifir í. Fötlun er því viðhangsefni samfélagsins alls þar sem markmiðið hlýtur að vera að búa þeim fötluðu sem best ífsskilyrði.
Í bókinni er fjallað um þroskahömlun barna, orsakir, eðli og leiðir til íhlutunar. Sjónum er beint að eðlilegum þroskaferli barna, helstu orsökum þroskahömlunar, alþjóðlegum skilgreiningum og greiningu á þroskahömlum og helstu erfiðleikum sem þessi fötlun getur haft í för með sér fyrir hinn fatlaða og fjölskyldu hans. Íhlutun er gerð ítarleg skil, allt frá snemmtækri íhlutun á fyrstu árum ævinnar til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum. Einnig er fjallað um stuðning við fjölskyldur barna með þroska-hömlun.
Tuttugu höfundar rita í bókina. Sérfærðingar með margháttaða sérhæfingu sem á einn eða annan hátt tengjast málefnum fatlaðra barna, til dæmis starfsfólk Greingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, kennara við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og sérfræðinga á Barnaspítala Hringsins og Miðstöð heilsuverndar barna. Ritstjórar eru frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Útgefandi: Háskólaútgáfan, 205 bls., 2008

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt