Vörumynd

Lestækni, 4. hefti

Lestækni - Æfingar ætlaðar börnum sem eiga erfitt með lestrarnám, 4. hefti.
Lestækni 1 - 5 eftir Þorstein Sigurðsson er flokkur fimm kennslubóka með verkefnum, leiðbeiningum og námsgögnum...

Lestækni - Æfingar ætlaðar börnum sem eiga erfitt með lestrarnám, 4. hefti.
Lestækni 1 - 5 eftir Þorstein Sigurðsson er flokkur fimm kennslubóka með verkefnum, leiðbeiningum og námsgögnum, ætlað börnum með lestrarörðugleika, m.a. dyslexíu. Tekin eru fyrir í verkefnunum öll þau tæknilegu atriði í lestrarferlinu sem börn með dyslexíu þurfa nauðsynlega að ná valdi á. Efnið spannar allt frá námi og samsömun bókstafa og málhljóða til lesturs erfiðra samhljóðasambanda. Verkefnin eru stigvaxandi að þyngd þar sem fjölbreyttar æfingar eru á hverju stigi.
Um vísindalegan grundvöll ritmálsins og lestrarferilsins, svo og aðferðafræði lestrarnámsins vísar höfundur í bækur sínar: Örðugleikar í lestri og ritun (1994), Kennsla barna með lestrarörðugleika (1998) og Forvarnir gegn lestrarörðugleikum (2001).
Þórsútgáfan 2003.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt