Heimsljós er ein þekktasta og ástsælasta skáldsaga Halldórs Laxness, stórvirki sem upphaflega kom út í fjórum bókum á árunum 1937-40. Sagan fjallar um lífshlaup Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, niðursetnings og alþýðuskálds sem aldrei á fullkomna samleið með öðru fólki.
Ólafur er örsnauður, afskiptur og fyrirlitinn: leiksoppur og fótaþurrka þeirra sem einhvers mega sín. Ævi hans...
Heimsljós er ein þekktasta og ástsælasta skáldsaga Halldórs Laxness, stórvirki sem upphaflega kom út í fjórum bókum á árunum 1937-40. Sagan fjallar um lífshlaup Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, niðursetnings og alþýðuskálds sem aldrei á fullkomna samleið með öðru fólki.
Ólafur er örsnauður, afskiptur og fyrirlitinn: leiksoppur og fótaþurrka þeirra sem einhvers mega sín. Ævi hans er óslitin þrautaganga en stefnan er ætíð skýr – til móts við fegurðina, þar sem engar sorgir búa. Heimsljós er margslungið átakaverk, áhrifaríkt, fyndið, róttækt og kraftmikið.
Þessi útgáfa sögunnar er með nútímastafsetningu.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.