Á einu ári fór Þórarinn Leifsson sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Í hvert skipti sem áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði jafnframt hjá sér það markverðasta sem gerðist í hverri dagsferð og gaf henni einkunn að hætti TripAdvisor. Afraksturinn eru svipmyndir úr tímabili þegar ferðamannabólan náði hámar...
Á einu ári fór Þórarinn Leifsson sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Í hvert skipti sem áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði jafnframt hjá sér það markverðasta sem gerðist í hverri dagsferð og gaf henni einkunn að hætti TripAdvisor. Afraksturinn eru svipmyndir úr tímabili þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Sjötíu og sex myndir lýsa síbreytilegri veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru jafnt sem eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum á vertíð sem virðist aldrei taka enda.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.