Vörumynd

Pandemic borðspil

Getið þið bjargað mannkyninu?
Pandemic er hörkuspennandi og skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn þar sem reynir á samstarfshæfni og útsjónarsemi.
Leikmannahópurinn setur sig í hlutverk sóttv...
Getið þið bjargað mannkyninu?
Pandemic er hörkuspennandi og skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn þar sem reynir á samstarfshæfni og útsjónarsemi.
Leikmannahópurinn setur sig í hlutverk sóttvarnarteymis, ferðast um heiminn og meðhöndlar og kemur í veg fyrir útbreiðslu hættulegra farsótta og faraldra. Nauðsynlegt er að vinna saman til að takast ætlunarverkið. Pandemic er samvinnuspil, leikmenn sigra eða tapa saman.
Klukkan tifar meðan þessar hættulegu plágur breiðast út sem farsóttir og faraldrar. Getið þið fundið allar fjórar lækningarnar í tíma? Örlög mannkynsins eru í ykkar höndum!
Pandemic er fyrsta spilið í Pandemic-línunni en spilin hafa m.a. hlotið verðlaun og viðurkenningar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Ástralíu. Ekki er ofmælt að hróður þeirra hafi breiðst um heiminn eins og faraldur.
Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 45 mín
Aldur: 8+
Útgefandi: Nordic Games

Pandemic - spilareglur.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt