Vörumynd

Spilastokkur - íslensku dýrin - 4 litir

Einstakur íslenskur spilastokkur fyrir börn og fullorðna.
Sérhönnuð spil þar sem hver tegund hefur sinn einkennislit. Spilin eru fallega myndskreytt með glaðlegum myndum af íslensku dýrunum. ...
Einstakur íslenskur spilastokkur fyrir börn og fullorðna.
Sérhönnuð spil þar sem hver tegund hefur sinn einkennislit. Spilin eru fallega myndskreytt með glaðlegum myndum af íslensku dýrunum.
Fyrir utan venjulega spilamennsku má nota spilin td. við stærðfræðikennslu og þau þykja einnig henta vel börnum með athyglisbrest og hafa verið notuð til að kenna einhverfum tölustafina.
Spilin geta líka ýtt undir "dund" og meðfædda sköpun hjá börnum, td. með því að byggja litfagrar spilaborgir! Listin að byggja spilaborg krefst einbeitingar, varkárni og þolinmæði. Síðan geta börnin teiknað sín eigin dýr og fólk, klippt út og notað í hlutverkaleiki með spilaborginni.
Spilastokkurinn inniheldur: 52 myndskreytt spil
4 aukaspil – eitt í hverjum einkennislit
Hægt að spila:
Slagur – Eitt dýr er valið sem slagur.
Bingó - spilað með myndir. Veiðimann - para saman myndir. Samstæðuspil - para saman myndir.
Svarta Pétur – teikna sinn eigin Svarta Pétur á autt spil. Ekki láta þennan einstaka spilastokk fram hjá þér fara!
Útgefandi: Cool Design Iceland – Myndskreytingar: Sigrún Einarsdóttir
Spilastokkur getur verið magnað kennslutæki,
þar sannast hið fornkveðna að lífið er bæði lærdómur og leikur.
Spilin notuð við stærðfræðikennslu:
Tengja saman myndir og tölustafi - eða tölustafi og liti. Nota auka spilin fjögur sem eru hentug til að teikna á þau ýmiss stærðfræðitákn.
Spilin notuð við tungumálakennslu.
Í tungumálakennslu yngstu barna eru dýranöfn og tölustafir oft eitt það fyrsta sem kennt er. Hér er svo hægt að fara lengra með því td. að láta börn draga spil og skrifa nokkur orð/sögu um það spil. (Valkvætt fyrir kennara að taka út: ás-gosa-drottningu og kónga - fyrir þessa æfingu).
Spilin notuð við sögukennslu
Draga spil og segja frá sögu og sérstöðu dýra - af hverju er viðkomandi dýr einstakt á heimsvísu - segja frá Landnámi Íslands og hvað landnámsfólkið tók með sér og AF HVERJU? - hér er líka hægt að nota mannsspilin og tala um kónga og drottingar, vinnumenn og þræla fyrr og nú.
Spilin notuð við jarðfræði/landafræði
Eldvirkni Íslands - flekaskil - áhrif eldgosa á dýr? - draga út spil og segja frá hvort að eldvirkni hafi haft áhrif á lífslíkur viðkomandi dýrs - var td. íslenski fjárhundurinn í útrýmingarhættu vegna eldgosa? - eða... íslenka
Landnámshænan - hvaða eldgos hafa valdið mestum hamförum - hafa eldgos td. áhrif á selastofna - Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt