Vörumynd

Skapandi skrif og teikning fyrir börn (á öllum aldri)

Cool Design Iceland ehf

VIRKJUN Á MEÐFÆDDU HUGARFLUGI BARNA
Hvílum blessuð börnin frá skjánum og leyfum þeim að leika sér með liti og penna og gefa meðfæddu hugarflugi sínu lausan tauminn.

Þessi skemmtilegi pakki er góð hjálp fyrir börn til að byrja að skrifa og teikna sína eigin bók!  .. . OG .... þú veist auðvitað að textaskrif auka orðaforða , æfa

VIRKJUN Á MEÐFÆDDU HUGARFLUGI BARNA
Hvílum blessuð börnin frá skjánum og leyfum þeim að leika sér með liti og penna og gefa meðfæddu hugarflugi sínu lausan tauminn.

Þessi skemmtilegi pakki er góð hjálp fyrir börn til að byrja að skrifa og teikna sína eigin bók!  .. . OG .... þú veist auðvitað að textaskrif auka orðaforða , æfa skrift og stafsetningu .

Góð og uppbyggjandi gjöf þar sem lærdómur og leikur fara vel saman.

Samspil mynda og texta er ávallt heillandi, að skrifa og teikna eigin texta styrkir bæði huga og hönd.
Í pakkanum er ýmislegt skemmtilegt fyrir litla rithöfunda sem aðstoðar við sköpunarverkið og í aðalhlutverki eru Bókaálfarnir sjö sem eru alls konar í útliti en hver þeirra hefur sín sérkenni má nefna td. hund með gogg og fjaðurskott og kött með langan háls og aðeins tvær lappir .
Útlit þeirra er til að undirstrika að engir tveir séu nákvæmlega eins en ÖLL erum við einstakar verur alveg óháð útliti eða sérkenni.

Með því að skrifa og hugsa um samkennd , samhug og fjölbreytileika styrkist sjálfsmynd barna og þau skilja jafnframt betur að styrkur og mikilvægi hverrar persónu er í hjarta hvers og eins.

Í PAKKANUM ER EFTIRFARANDI:

  • Bókamerkin „ Bókaálfarnir 7“ (prentað beggja vegna).
  • Forprentuð vinnublöð til að skrifa og teikna á
  • Arkir með fígúrum til að klippa út og nota í teikningarnar
  • Trélitapakki
  • OG EKKI SÍST; 20% afsláttur hjá Pixel til prenta og/eða fjölfalda bókina! því hversu góður rithöfundur sem þú ert... þá veit það ENGINN af því fyrr en hann les eitthvað eftir þig!... ekki satt?


Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt