Vörumynd

Deep Blue

Það var stórkostleg hugmynd að kaupa þetta gamla kort. Goðsagnarkennd og glæsileg skipsflök bíða þín. Kafarabúningar og súrefnistankar eru komnir um borð, og skipin eru tilbúinn að hífa akkerin. Það er ekki eftir neinu að bíða! Ys og þys hafnarinnar þýðir að það eru fleiri en þú með afrit af kortinu, og eru líka að ráða til sín kafara og sagnfræðinga til að taka þátt í einni stærstu fjársjóðaleit…
Það var stórkostleg hugmynd að kaupa þetta gamla kort. Goðsagnarkennd og glæsileg skipsflök bíða þín. Kafarabúningar og súrefnistankar eru komnir um borð, og skipin eru tilbúinn að hífa akkerin. Það er ekki eftir neinu að bíða! Ys og þys hafnarinnar þýðir að það eru fleiri en þú með afrit af kortinu, og eru líka að ráða til sín kafara og sagnfræðinga til að taka þátt í einni stærstu fjársjóðaleit allra tíma! Deep Blue er spil þar sem leikmenn reyna að nýta heppni sína til hins ítrasta og byggja upp röð aðgerða; fjölskylduspil þar sem leikmenn kafa eftir fjársjóði og gætu tekið saman með öðrum leikmönnum og grætt með þeim. Í spilinu þurfa leikmenn að koma upp réttri blömndu af áhöfn, sjómönnum, köfurum, og fornleifafræðingum, keppa um að komast að skipsflökunum, ná bestu stöðunum til að kafa frá, og rannsaka sjóinn til að uppgötva ný flök. Leikmenn verða að taka áhættu ef þeir vilja verða ríkasti kafarinn! https://youtu.be/ssiFjfY_Kuc https://youtu.be/5DtzCpbIVyk

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt