Vörumynd

Íslensku bókstafirnir : Spil

Íslensku bókstafirnir: Spilastokkur.
Höfundur: Auður B. Kristinsdóttir, M.Ed. kennsluráðgjafi.
Lýsing: Bókstafirnir eru ætlaðir til æfinga og þjálfunar í lestri og ritun fyrir börn á aldri...
Íslensku bókstafirnir: Spilastokkur.
Höfundur: Auður B. Kristinsdóttir, M.Ed. kennsluráðgjafi.
Lýsing: Bókstafirnir eru ætlaðir til æfinga og þjálfunar í lestri og ritun fyrir börn á aldrinum 4 -8 ára og eru afar gagnlegir fyrir eldri nemendur með lestrarörðugleika. Alls eru 36 spil í spilastokknum, sérhljóð og tvíhljóð eru rauð en samhljóð eru svört.
Þegar skólaganga hefst er mikilvægt að börn nái sem fyrst tökum á lestri og örugg bókstafaþekking er undirstaða lesturs.
Spilastokkurinn með íslensku bókstöfunum styður foreldra við lestarnám barna sinna og er gagnlegur fyrir alla sem vinna með börn sem eru að læra að lesa.
Bókstafirnir eru ætlaðir til að læra bókstafina og tengingu bókstafa í orð. Í spilastokknum eru 36 spil, allir íslensku bókstafirnir eru með. Sérhljóð og tvíhljóð eru rauð en samhljóð eru svört.
Á bakhlið spilanna geta börnin teiknað mynd af einhverjum hlut sem hefur bókstafinn sem þau eru að læra sem fyrsta hljóð. Þannig tengist saman bókstafstáknið og hljóð bókstafsins en það er grundvallaratriði í lestrarnámi. Börnin læra þannig bókstafina á skemmtilegan og skapandi hátt.
Eftir getu hvers og eins.
Möguleikar í notkun eru margir, byrja á að fletta spilunum til að finna út hversu marga stafi barnið kann. Vinna síðan út frá stafaþekkingu barnsins og bæta við stöfum smátt og smátt. Þegar barnið er búið að læra nokkra stafi má byrja að raða þeim saman í orð. Síðan að láta hugmyndaflugið ráða.
Útgefandi: Höfundur.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt