Vörumynd

Áttablaðarós - 600 þráða satín rúmföt 200X200

Glæsileg silkimjúk umhverfisvæn 600 þráða rúmföt ofin í satín vefnaði. Sængurver 200X200, 2 stykki koddaver 50X70, púðaver 40X40. Rúmfötin koma hvít með silfurbróderingu.

Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 100% Pima bómull með satín vefnaði sem tryggir langa þræði , þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru...

Glæsileg silkimjúk umhverfisvæn 600 þráða rúmföt ofin í satín vefnaði. Sængurver 200X200, 2 stykki koddaver 50X70, púðaver 40X40. Rúmfötin koma hvít með silfurbróderingu.

Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 100% Pima bómull með satín vefnaði sem tryggir langa þræði , þéttan vefnað, einstaka mýkt og varanlega endingu. Sængurverið lokast að neðan með tölum. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni .

Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu

Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós.  Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun.   Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Áttablaðarósin frá Lín Design er bróderuð í 600 þráða satín sængurfatnað sem gerir rósina nútímalega og afar fallega. Sængurfatnaðurinn mýkist því vel og gera má ráð fyrir að mesta mýktin náist eftir 3-4 þvotta.  Rósin er saumuð í sængurverið með satínþráðum og því helst litur í bróderíngu lengi.

Verslaðu hér

  • Lín design
    Lín design 533 2220 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt