Vörumynd

Posca málningarpenni 1.8-2.5mm metal grænn

Uni Posca, vatnsleysanlegur málningarpenni.
• POSCA eru góðir á pappír og pappa, halda lit sínum þó pappírinn sé dökkur
• POSCA eru skemmtilegir á steina, leir og steypu.
• POSCA má nota...
Uni Posca, vatnsleysanlegur málningarpenni.
• POSCA eru góðir á pappír og pappa, halda lit sínum þó pappírinn sé dökkur
• POSCA eru skemmtilegir á steina, leir og steypu.
• POSCA má nota á postulín, keramik og gler og er auðvelt að þrífa þá af glansandi sléttu yfirborðinu. Þrífið hlutinn vel áður en skreytt er til að ekki sé húðfita til staðar.
Til að gera þá varanlegri þá má baka hlutinn við 160 ° í 45 mínútur og til að hluturinn fái ekki spennu á sig er hann settur í ofninn þegar kveikt er á honum og leyft að kólna með ofninum líka.
Hluturinn þolir handþvott í köldu vatni en ekki uppþvottavél. Ekki má skrúbba yfir litina heldur bara að skola og þerra.
• POSCA hentar vel á tré
• POSCA getur farið á fjölbreytta málma eins og ál, járn, stál og fleira sem er notað inni eða úti.
• POSCA má nota á allan textíl og verður þvottekta þegar búið er að strauja yfir þá á röngunni án gufu til að festa. Gætið þess að þrífa efnið áður en það er skreytt. Þegar nota á litina á fíngerð efni mælum við með að gera útlínur fyrst og mála svo innan í til að komast hjá að litirnir blæði saman.
• POSCA getur farið á fjölbreytt plastefni
Má nota POSCA á önnur efni ? Já alveg örugglega, best er að prófa og sjá hvort þeir virki ekki vel.
Framleiðandi: Mitsubishi Uni

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt