Vörumynd

Plan B

„Og hvað veit ég um þína erfiðleika, kæri lesandi? Kannski ertu með krabbamein. Um daginn fékk ég hausverk og hélt að ég væri komin með heilaæxli.“

Gyða er afkastamikið skáld sem hefur aldrei komið út á prenti þrátt fyrir margar tilraunir til þess að heilla útgefendur. En nú er hún með frábæra hugmynd að
stórri skáldsögu sem er byggð á skrautlegu fólki sem hún vann með í heimaþj...

„Og hvað veit ég um þína erfiðleika, kæri lesandi? Kannski ertu með krabbamein. Um daginn fékk ég hausverk og hélt að ég væri komin með heilaæxli.“

Gyða er afkastamikið skáld sem hefur aldrei komið út á prenti þrátt fyrir margar tilraunir til þess að heilla útgefendur. En nú er hún með frábæra hugmynd að
stórri skáldsögu sem er byggð á skrautlegu fólki sem hún vann með í heimaþjónustu Kaupmannahafnar.

Þegar ritstífla setur strik í reikninginn ákveður Gyða að endurnýja kynnin við gömlu vinnufélagana og til að halda sér í formi skrifar hún um sitt eigið líf,
Plan B. Í Kaupmannahöfn flækist hún fljótt í litríkan lygavef.

Plan B er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Ingu Ragnarsdóttur, frumleg og listavel spunnin saga af ferðalagi sem tekur óvænta stefnu. Bráðfyndin og snjöll samtímasaga um væntingar og vonbrigði.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra . Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 24 mínútur að lengd. Álfrún Helga Örnólfsdóttir les.

Verslaðu hér

  • Forlagið
    Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun
  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt