Vörumynd

Ljáðu mér eyra - Undirbúningur fyrir lestur, 4. útgáfa

Ljáðu mér eyra - Undirbúningur fyrir lestur, 4. útgáfa.
Höfundar: Ásthildur Bj. Snorradóttir, Valdís B. Guðjónsdóttir.
Myndskreyting: Ingibjörg Eldon Logadóttir.
Lýsing: Þessi bók byggir...
Ljáðu mér eyra - Undirbúningur fyrir lestur, 4. útgáfa.
Höfundar: Ásthildur Bj. Snorradóttir, Valdís B. Guðjónsdóttir.
Myndskreyting: Ingibjörg Eldon Logadóttir.
Lýsing: Þessi bók byggir á spennandi og aðgengilegum verkefnum sem þjálfa hljóðkerfisvitund og stuðla þannig að aukinni lestrarfærni. Öll börn hafa gaman af að leika sér með málið, fái þau tækifæri við hæfi. Bókin er tilvalin fyrir foreldra sem vilja undirbúa barnið sitt fyrir skólagöngu, skólahópa í grunnskólanum og til undirbúnings fyrir lestrarnám í fyrstu bekkjum grunnskólans. Allar leiðbeiningar eru auðskiljanlegar og einfaldar. Teikningarnar eru aðlaðandi og elskulegar svo að útkoman er glæsileg bók með efni sem margir hafa beðið eftir.
Gátlisti til að fylgjast með stöðu hvers barns í undirstöðuþáttum fyrir lestur fylgir bókinni.
Ljáðu mér eyra - undirbúningur fyrir lestur er fyrir börn sem eru að byrja að undirbúa sig fyrir lestrarnámið. Hún er tilvalin fyrir börn sem hafa sýnt slaka færni í hljóðkerfisvitund bæði í leik- og grunnskóla. Bókin er þannig gerð að leiðbeiningar eru auðveldar og aðgengilegar fyrir foreldra og aðra uppalendur.
Rannsóknir sýna fram á að bein tengsl eru á milli hljóðkerfisvitundar og lestrar. Einnig hefur verið sýnt fram á að þjálfun í hljóðkerfisvitund hefur marktæk áhrif á að bæta árangur í lestri og stafakunnáttu.
Það er mikilvægt að til séu verkefni til þess að þjálfa hljóðkerfisvitund og stuðla þann að aukinni lestrarfærni hjá öllum börnum. Það hefur einnig sýnt sig að öll börn hafa gaman af að leika sér með málið með því að fást við skemmtileg verkefni.
Útgefandi: Höfundar, 2016

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt