Vörumynd

Lupine Wilma R14

Lupine Wilma með 13,8 Ah SmartCore rafhlöðu og fjarstýringu

Lupine ljósin eru margverðlaunuð gæðaljós, hönnuð og framleidd í Þýskalandi.
Wilma ljósið frá Lupine hefur verið eitt það vi...

Lupine Wilma með 13,8 Ah SmartCore rafhlöðu og fjarstýringu

Lupine ljósin eru margverðlaunuð gæðaljós, hönnuð og framleidd í Þýskalandi.
Wilma ljósið frá Lupine hefur verið eitt það vinsælasta enda öflugt miðað við stærð og þyngd. Ljósið er sérstaklega hannað með þarfir íþrótta- og útivistarfólks í huga og hefur reynst vel fyrir þá sem stunda hjólreiðar, hlaup, skíði, vélsleða og moto-cross.
Ljósstreymi: 3200 lúmen (stillanlegt)
Tími: 3:20 klukkutímar (á fullum styrk með 13,8 Ah rafhlöðu)
Hámarkstími: 310 klukkutímar
Þyngd: 580 gr. með rafhlöðu
Hámarksvegalengd geisla skv. ANSI staðli: 325 meterar
Innihald:

 • FrontClick festing á ljósi
 • Bluetooth fjarstýring
 • Ljóshöfuð (Wilma R)
 • 120 cm framlenging
 • Festing fyrir fjarstýringu
 • 13,8 amperstunda SmartCore FastClick rafhlaða (7,2V)
 • Microcharger hleðslutæki (hleður 2A)
 • Hjálmafesting og franskur rennilás til að festa í gegnum öndunargöt á hjálmi
 • Taska

Ljósið kemur með FrontClick festingu og borðum með frönskum rennilás til að festa í gegnum öndunargöt á hjálm.
Hægt er að fá fleiri festingar fyrir ljósið sem notar FrontClick kerfið, þ.á.m. höfuðólar svo hægt sé að nota ljósið sem hefðbundið höfuðljós, plötur til að líma á hjálm eða plötur til að festa ljósið á gleraugu á motocross eða sleðahjálm (selt sér).
Rafhlaðan kemur með borða með frönskum rennilás til að festa hana. Hana má einnig geyma í bakpoka og  fylgir 120 cm framlenging svo hægt sé að koma rafhlöðunni fyrir á góðum stað.
Ljósið kemur með Bluetooth fjarstýringu og festingu fyrir hana sem festa má t.d. á stýri á hjóli eða sleða.
Ljósið má einnig nota með Lupine smáforriti í síma.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Ray.is
  Til á lager
  76.425 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt