Lupine Wilma með 13,8 Ah SmartCore rafhlöðu og fjarstýringu
Lupine ljósin eru margverðlaunuð gæðaljós, hönnuð og framleidd í Þýskalandi.
Wilma ljósið frá Lupine hefur verið eitt það vinsælasta enda öflugt miðað við stærð og þyngd. Ljósið er sérstaklega hannað með þarfir íþrótta- og útivistarfólks í huga og hefur reynst vel fyrir þá sem stunda hjólreiðar, hlaup, skíði, vélsleða og mot…
Lupine Wilma með 13,8 Ah SmartCore rafhlöðu og fjarstýringu
Lupine ljósin eru margverðlaunuð gæðaljós, hönnuð og framleidd í Þýskalandi.
Wilma ljósið frá Lupine hefur verið eitt það vinsælasta enda öflugt miðað við stærð og þyngd. Ljósið er sérstaklega hannað með þarfir íþrótta- og útivistarfólks í huga og hefur reynst vel fyrir þá sem stunda hjólreiðar, hlaup, skíði, vélsleða og moto-cross.
Ljósstreymi:
3200 lúmen (stillanlegt)
Tími:
3:20 klukkutímar (á fullum styrk með 13,8 Ah rafhlöðu)
Hámarkstími:
310 klukkutímar
Þyngd:
580 gr. með rafhlöðu
Hámarksvegalengd geisla skv. ANSI staðli:
325 meterar
Innihald:
Ljósið kemur með FrontClick festingu og borðum með frönskum rennilás til að festa í gegnum öndunargöt á hjálm.
Hægt er að fá fleiri festingar fyrir ljósið sem notar FrontClick kerfið, þ.á.m. höfuðólar svo hægt sé að nota ljósið sem hefðbundið höfuðljós, plötur til að líma á hjálm eða plötur til að festa ljósið á gleraugu á motocross eða sleðahjálm (selt sér).
Rafhlaðan kemur með borða með frönskum rennilás til að festa hana. Hana má einnig geyma í bakpoka og fylgir 120 cm framlenging svo hægt sé að koma rafhlöðunni fyrir á góðum stað.
Ljósið kemur með Bluetooth fjarstýringu og festingu fyrir hana sem festa má t.d. á stýri á hjóli eða sleða.
Ljósið má einnig nota með Lupine smáforriti í síma.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.