Vörumynd

Taylor 322e-12-fret V-Class

Þessi er skemmtilegur! 322e 12-fret.  Hann er af Grand Concert lagi, sem þýðir að hann er lítill og nettur og fer vel í fangi. 12-fret stendur þarna fyrir að samskeyti búks og háls eru við 12. þv...

Þessi er skemmtilegur! 322e 12-fret.  Hann er af Grand Concert lagi, sem þýðir að hann er lítill og nettur og fer vel í fangi. 12-fret stendur þarna fyrir að samskeyti búks og háls eru við 12. þverband, en ekki það 14. eins og algengara er - sem aftur þýðir að hálsinn skagar ekki jafn langt útí loftið - og stólinn færist meira inná miðjan hljómbotninn, sem gefur merkilega mikinn tón úr þessum netta gítar. Hann er líka með svokölluðum "slotted headstock" og 24 7/8" skala - svolítið eins og gítar síðan fyrir seinni heimsstyrjöld. Framhlið úr mahoný, bak og hliðar úr Tasmanískum svartvið (blackwood). Með Expression System 2 rafkerfi. Vönduð hörð taska fylgir.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Hljóðfærahúsið
    Til á lager
    354.990 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt