Vörumynd

Secret Hitler

Secret Hitler er spil þar sem hver leikmaður er annað hvort fasisti eða frjálslyndur, og eitt ykkar er Hitler. Fasistarnir reynar að sá vantrausti og koma leiðtoga sínum að, á meðan hinir frjálslyndu reyna að finna Hitler og stöðva hann áður en það er um seinan. Frjálslyndir eru alltaf í meirihluta. Í upphafi spilsins loka leikmenn augunum og fasistarnir fá að vita hver af öðrum. Hitler er með ...
Secret Hitler er spil þar sem hver leikmaður er annað hvort fasisti eða frjálslyndur, og eitt ykkar er Hitler. Fasistarnir reynar að sá vantrausti og koma leiðtoga sínum að, á meðan hinir frjálslyndu reyna að finna Hitler og stöðva hann áður en það er um seinan. Frjálslyndir eru alltaf í meirihluta. Í upphafi spilsins loka leikmenn augunum og fasistarnir fá að vita hver af öðrum. Hitler er með augun lokuð, en setur þumalinn í loft til að fasistarnir viti hver hann er. Þannig að fasistarnir vita hver er Hitler, en Hitler veit ekki hverjir eru fasistar, og hinir frjálslyndu vita ekki hver neinn er. Umferðirnar fara þannig fram að leikmenn velja sér forseta og kanslara sem munu vinna saman til að leggja fram lög sem eru dregin úr stokki. Ef stjórnvöldin samþykkja fasísk lög, þá þurfa leikmenn að reyna að komast að því hvort þeir hafi verið sviknir eða séu einfaldlega óheppnir. Ef fasisminn kemst of langt fá stjórnvöld sérstök völd. Fasistarnir munu nota þau völd til að skapa óreiðu nema frjálslyndir geti bjargað þjóðinni frá stríði. Markmið frjálslyndra er að koma á fimm frjálslyndum lögum eða taka Hitler af lífi. Markmið fasistanna er að koma á sex fasískum lögum eða kjósa Hitler sem kanslara þegar þrjú fasísk lög hafa gengið í gegn. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2016 Golden Geek Best Party Game - Tilnefning

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt