Vörumynd

Samsung Galaxy S20

Samsung

Galaxy S20 serían er öll hlaðin hraðvirkum Exynos 990 Octa-Core 2,7 GHz örgjörva, en hann er sá besti hingað til. S20 gefur þér 6,2" skjá sem er með 100% infinity Quad HD+ 5...

Galaxy S20 serían er öll hlaðin hraðvirkum Exynos 990 Octa-Core 2,7 GHz örgjörva, en hann er sá besti hingað til. S20 gefur þér 6,2" skjá sem er með 100% infinity Quad HD+ 511ppi Infinity-O skjá , sem gerir símann einstaklega fallegan og þægilegan í notkun.
S20 gefur þér 128 GB innbyggt minni og 8 GB vinnsluminni. Batteríið er orðið töluvert stærra en áður, en við erum að tala um 4 000mAh, en það er 20% stærra en í Galaxy S10+.
Myndavélin á Galaxy S20, sem er 64 MP, er byltingarkennd en hún er með 100x aðdrátt ( zoom ), fjölda megapixla sem tryggir að þú fangir öll smáatriði og er með stórt ljósop sem gerir það að verkum að þú getir jafnvel tekið myndir í myrkri. Frammyndavélin á S20 er 10 MP sem nær bestu möguleiku sjálfu gæðum.
Einnig er hægt að klippa og stækka myndirnar án þess að minnka í þeim gæðin.
Með 8K upplausn , munt þú taka ótrúlega falleg og góð myndbönd á símann þinn. Þetta eru meiri gæði en eru í flestum símum, en 8K upplausn er 16x stærri upplausn en Full HD upplausn. Það er töluvert.
Síðast, en ekki síst þá er Galaxy S20 vatnsvarinn niður á 1,5 metra dýpi í allt að 30 mínútur.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt