Vörumynd

Ryze Tello dróni - Boos-kombo

Stöðug myndataka, hágæðamyndir, langur flugtími, endalaus skemmtun með þessum fjölhæfa dróna með 8D hreyfigetu.

Dróninn
Með 14 kjarna Intel myndvinnsluörgjörva, 5 ...

Stöðug myndataka, hágæðamyndir, langur flugtími, endalaus skemmtun með þessum fjölhæfa dróna með 8D hreyfigetu.

Dróninn
Með 14 kjarna Intel myndvinnsluörgjörva, 5 MP myndavél og 720p myndbandsstreymi tekur dróninn fallegar myndir og mynbönd. Tvö loftnet tryggja stöðuga straumspilun á videóum.

Auðveld stjórnun
Framkvæmdu ótrúlegar brellur og stjórnaðu drónanum þínum með eftir þínu höfði. Hægt er að stjórna drónanum með annað hvort stýripinna (selt sér) eða með snjallsímaí gegnum Tello snjallforritið.

Tello snjallforritið
Taktu Tello með þér í ferðalagið með notendavænu og snjöllu forriti sem gerir þér kleift að stýra drónanum í gegnum Salto og fleiri hreyfinga. Þú getur einnig látið drónann lenda á hendinni á þér eða öðru flötu yfirborði.

EZ Shots
Taktu flott myndskeið frá ýmsum sjónarhornum og áttum með Circle, 360 og Up & Away Ez Shots. Dróninn er einnig með 8D hreyfigetu sem gerir þér kleift að stjórna drónanum í átta mismunandi áttir. Einnig helst dróninn stöðugur svo myndirnar verða skýrar.

Throw & Go
Dróninn er tilbúinn að fljúga um leið og þú kastar honum í loftið. Með háþróaðri Vision Positioning System getur dróninn haldið nákvæmri staðsetningu.

Bonce-stilling
Dróninn tekur auðveldlega á loft og lendir með Bonce-stillingu sem hjálpar drónanum að lenda á t.d hendinni þinni.

VR-samhæfing
Taktu þátt í að fljúga í gegnum húsið eða fljúga hátt yfir þök hverfisins og líttu niður frá fyrstu persónu sjónarhorni með VR gleraugum.

Hleðslurafhlaða
Dróninn kemur með þrjár hleðslurafhlöður 1,1 Ah rafhlöður með allt að 13 mín flugtíma fyrir hverja rafhlöðu. Þannig fær dróninn allt að 100 m flugdrægni eftir að þú sleppir honum. Þú færð tilkynningu þegar rafhlaðan fer að klárast.

Öryggi fyrst og fremst
Þar sem dróninn er einungis 80g með DJI flugtækni er auðvelt að fljúga án mikilla óhappa. Dróninn er einnig með útbúinn öryggisbúnaði ef um árekstur eða bilun er að ræða. Dróninn tekur við stjórn og lendir á öruggan hátt, jafnvel þó að þú missir tengingu við hann.

Forritaðu drónann þinn
Spilun er mikilvægur þáttur í námi, svo þú getur forritað Tello með Scratch, kóðakerfi þróað af MIT sem gerir börnum og unglingum kleift að læra grunn forritun með skemmtun. Til að fá aðgang að flóknari forritun geta notendur nálgast Tello SDK.

Gerðu við drónann sjálf/ur
Búðu til þína eigin Tello fylgihluti sem henta þínum þörfum.

Boost pakkinn inniheldur
- 4 stk auka blöð
- 2 stk auka hlífar
- 3 stk rafhlöður
- Hleðslustöð með Micro USB snúru

Almennar upplýsingar

Drónar
Almennar upplýsingar
Fjarstýring Stjórnast með síma
Myndavél 2592 x 1936 myndavél + 720p myndbandsupptaka
Rafhlaða
Hleðslurafhlaða 11000
Rafhlöðuending 13 mín
Útlit og stærð
Litur Hvítur
Breidd (cm) 9,25
Þyngd (g) 80

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt