Vörumynd

Chakra

Dragðu andann djúpt… hlustaðu eftir hvísli hugsana þinna… náðu jafnvægi í orkustöðvunum þínum og leyfðu neikvæðri orku að hverfa ofan í jörðina. Hugleiddu hvernig þú ætla...
Dragðu andann djúpt… hlustaðu eftir hvísli hugsana þinna… náðu jafnvægi í orkustöðvunum þínum og leyfðu neikvæðri orku að hverfa ofan í jörðina. Hugleiddu hvernig þú ætlar að sigra andstæðingana og leyfðu tilfinningunum að leiða þig til sigurs! Í Chakra er hver leikmaður með sitt borð sem sýnir orkustöðvarnar sjö sem þarf að fylla með gimsteinum sem tákna orkuna sem flæðir um líkamann. Til að skora stig, þá þarftu að koma jafnvægi á orkustöðvarnar. Þú gerir það með því að taka gimsteina og koma þremur í sama lit í orkustöðina í þeirra lit. Þegar þú átt leik, þá hefurðu um þrjár aðgerðir að velja: Taka allt að þrjá gimsteina úr einum dálki og setja þá efst á borðið þitt — eða eyða einum merkli, og setja gimsteinana beint í orkustöð. Eyða einum merkli til að velja eina af átta aðgerðum sem eru á spjaldinu; hreyfa gimsteina upp eða niður um pílurnar sem eru sýndar til að koma þeim á réttan stað. Hugleiða til að fá að líta í leyni á stigin sem deilt var á eina orkustöð, og fá aftur merkla sem notaðir voru til að hreyfa gimsteina. Þegar einn leikmaður hefur náð jafnvægi í fimm orkustöðvum, þá klárast sú umferð og stigin eru talin. Gullfallegt spil með gangverki sem harmónerar fullkomlega við þemað. https://youtu.be/pPhOUIOPqRA

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt