Vörumynd

Cubirds

Á hverjum degi hvíla tugir fugla sig á girðingunni í sveitinni. Þegar kominn er tími á brottför, þá eru allt í rugli og fuglarnir eru algerlega vanhæfir um að hópa sig saman til að ...
Á hverjum degi hvíla tugir fugla sig á girðingunni í sveitinni. Þegar kominn er tími á brottför, þá eru allt í rugli og fuglarnir eru algerlega vanhæfir um að hópa sig saman til að fljúga heim. Ykkar hlutverk er að hjálpa þeim. Leikmenn byrja hverja umferð með átta fugla á hendi. Sumir fuglar sitja líka á fjórum girðingum á borðinu. Þegar þú átt leik, þá setur þú alla fuglana af einhverri tegund á hendi á annan hvorn enda einnar girðingar. Þá munu þessir fuglar hópast að næsta fugli af sömu tegund, og fuglarnir á milli þeirra fljúga á hendi hjá þér. Þegar þú ert með nógu marga fugla af sömu teguna á hendi, þá getur þú búið til hóp úr þeim, og bætt fuglum af þeirri tegund í skorið þitt. Markmiðið er að vera fyrsti leikmaðurinn til að ná annað hvort sjö tegundum eða tveimur tegundum með þremur fuglum hvorri. Sumir fuglar mynda litla hópa og aðrir eru aðeins í stórum hópum. En gættu vel að því að um leið og einhver leikmaður klárar spilin af hendi, þá lýkur umferðinni og aðrir leikmenn verða að henda sínum spilum af hendi. https://youtu.be/Mo2DfvEphMo

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt