Vörumynd

Blacklock járnpanna 37cm

Lodge

Hin nýja, létta og þrí-olíubakaða Blacklock panna frá Lodge markar áratuga nýjungagirni Lodge veldisins, allt frá því að Joseph Lodge yfirgaf heimaríki sitt, Pennsylvaníu, í leit að vinnu árið 1863.
Pannan er:
Olíubökuð í þrígang til þess að ná fram náttúrulegri viðloðunarfrírri húð.
Mjög þunnt steypt til að hafa hana sem léttasta.
Hærra og lengra skaft.
Ávalar hli...

Hin nýja, létta og þrí-olíubakaða Blacklock panna frá Lodge markar áratuga nýjungagirni Lodge veldisins, allt frá því að Joseph Lodge yfirgaf heimaríki sitt, Pennsylvaníu, í leit að vinnu árið 1863.
Pannan er:
Olíubökuð í þrígang til þess að ná fram náttúrulegri viðloðunarfrírri húð.
Mjög þunnt steypt til að hafa hana sem léttasta.
Hærra og lengra skaft.
Ávalar hliðar til að auðvelda spaðanotkun.
Framleidd í Suður-Pittsburgh í Tennessee í Bandaríkjunum.

Lodge hafa framleitt steypujárn í bænum Suður-Pittsburg síðan árið 1896. Verksmiðjan er nú ein eftirlifandi sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið fjölskyldurekið frá upphafi og er nú í höndum fjórðu kynslóðar Lodge fjölskyldunnar. Árið 2002 byrjuðu Lodge með nýja línu sem þau kalla Lodge Logic en þá er steypujárnið bakað í feiti og tilbúið til notkunar. Nú eru allar vörur frá þeim meðhöndlaðar á þennan hátt áður en þær fara úr verksmiðjunni og því er ekkert því til fyrirstöðu að skella pönnunni eða pottinum beint á helluna. Steypujárn hefur lengi verið staðalbúnaður í eldhúsum en gengur ný í endurnýjun lífdaga eftir að hafa þótt heldur gamaldags í nýjungagjörnu samfélagi. Engan skyldi undra því steypujárn er bæði fjölhæft og endingargott. Steypujárn er ekki ryðfrítt. Gott er að bera olíu á járnið sem ryðvörn.

Verslaðu hér

  • Kokka ehf 562 0808 Laugavegi 47, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt