Vörumynd

Opti Joint

700 gr. Opti Joint er glucosamin í duftformi. Glucosamin er náttúruleg vara sem hjálpar til við uppbyggingu og endurnýjun brjósksvefs í líkamanum. Einnig hefur það góð áhrif á virkni beina, liðbanda og sina. Með aldrinum er það eðlileg þróun að hundar verði stirðari, minna fjörugri og virkni minnkar. Sumir hundar lenda þó fyrr en aðrir í því að líkaminn stirðnar upp og hreyfingar sem þeir ættu…
700 gr. Opti Joint er glucosamin í duftformi. Glucosamin er náttúruleg vara sem hjálpar til við uppbyggingu og endurnýjun brjósksvefs í líkamanum. Einnig hefur það góð áhrif á virkni beina, liðbanda og sina. Með aldrinum er það eðlileg þróun að hundar verði stirðari, minna fjörugri og virkni minnkar. Sumir hundar lenda þó fyrr en aðrir í því að líkaminn stirðnar upp og hreyfingar sem þeir ættu að ráða við verða erfiðar og stundum sársaukafullar. Hundar sem hafa á sinni ævi verið undir líkamlegu álagi s.s veiðihundar, björgunarhundar og ýmsir vinnuhundar fara gjarnan að sýna skýr merki á miðjum aldri um stirðnun og minni lífsgæði. Sumir hundar fá gigt ofan í þetta ástand. Algeng dæmi um stirðnun og liðverki eru þegar hundar fara að veigra sér við hreyfingar sem áður voru sjálfsagðar og auðveldar. T.d að hoppa inn og útúr bíl, ganga upp og niður tröppur, lengur að komast á fætur eftir legu og svefn, hundar geta einnig virkað lífsleiðari og/latari. Skapsveiflur og pirringur getur gert vart við sig. Notkun á Glucosamin hefur sýnt fram á að mjög margir hundar sýna fljótlega merki um betri líðan, hreyfingar verða auðveldari og þeir verða fjörugri og glaðari. Það hefur einnig sýnt sig að litlir sem stórir hundar með ýmis stoðkerfavandamál s.s hnéskelja og mjaðmalos hafa sýnt merki um betri líðan. Hér á íslandi eru veðrabreytingar miklar og fara þær yfirleitt mjög illa í hunda sem þjást af gigt, mjaðmalosi og fleiri vandamálum. Glucosamin er gjarnan notað eftir aðgerðir eða meiðsl þegar við á. Margir viðskiptavina okkar bera þessari vöru mjög góða sögu. Glucosamin er í duftformi  og stráð út á fóður, mæliskeið fylgir.

Verslaðu hér

  • Bendir ehf 511 4444 Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt