Vörumynd

Repjuolía Sandhóll 5L

Íslensk kaldpressuð repjuolía fyrir hesta frá Sandhóli í Meðallandi.

Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftárhreppi án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum mjög vel. Olían er rík af Omega 3.

Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til…

Íslensk kaldpressuð repjuolía fyrir hesta frá Sandhóli í Meðallandi.

Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftárhreppi án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum mjög vel. Olían er rík af Omega 3.

Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til að bæta holdafar hrossa. Olían er rík af mettuðum, ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Með olíugjöf er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarnfóðurgjöf. Omega fitusýrurnar í repjuolíunni hafa jafnframt jákvæð áhrif á hárafar.

Olían er gefin út á kjarnfóður. Ráðlagður skammtur 80-120 ml/dag pr. hest.

Innihald: 5 lítrar af olíu úr repjufræjum.

Efnainnihald pr. kg:

Orka 37 MJ

Fita 1000g

Þarf af:

  • mettaðar fitusýrur                         50g
  • einómettaðar fitusýrur                 570g
  • fjölmómettaðar fitusýrur             303g
  • Omega 3                                          110g
  • E-vítamín                                          88mg

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt