Vörumynd

Gamalt kort af Íslandi - 1000 bita púsl

Landakortið Islandia kom út árið 1590 og var undirstaða íslenskrar landabréfa í hátt í aðra öld. Höfundar er hvergi getið en kortið er mikið tímamótaverk miðað við fyrri kort. Talið er víst að...
Landakortið Islandia kom út árið 1590 og var undirstaða íslenskrar landabréfa í hátt í aðra öld. Höfundar er hvergi getið en kortið er mikið tímamótaverk miðað við fyrri kort. Talið er víst að kortið sé gert af Íslendingi og oftast er nefndur í því samhengi Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum. Kortið sýnir greinilega hvernig Íslendingar og erlendir ferðlangar skynjuðu landið fyrr á öldum. Lögun og stærð landsins er fjarri því sem nútímakort sýna en til að mynda spannar það 23 lengdargráður sem er meira en helmingsaukning frá réttu lagi og t.d. vantar Vatnajökul! Á kortinu er einnig að finna ýmsan fróðleik. Umhverfis landið svamlar mikill fjöldi hvala og ófreskja, ásamt rekavið, hafís og ísbjörnum. Nöfnin á kortinu eru um 250 talsins auk nokkurra lesmálsgreina af vafasömum uppruna. Austan Þjórsár stendur t.d. að þar séu hestar svo fráir að þeir hlaupi 32 km í einum spretti. Áhugavert og fræðandi púsl með íslenskum kynjaverum, landvættum, eldgosum og kennileitum mikilvæg fyrir Íslendinginn á 17 öld. Sannarlega púsl sem allir ættu að gaman af!

Almennar upplýsingar

Leikföng
Leikföng Púsl
Púsluspil 1000 bita púsl
Púsluð stærð 48,5x68,0 cm

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt