Sagan af Dimmalimm er ein ástsælasta og vinsælasta barnabók Íslendinga til margra ára, ekki hvað síst fyrir hrífandi myndskreytingar listamannsins.
Tímalaus boðskapur ævintýrisins sem í senn er bæði einfaldur og fallegur hefur átt hljómgrunn hjá fólki á öllum aldri á mismunandi tímum. Ævintýrið um Dimmalimm samdi Muggur árið 1921 handa lítilli frænku sinni og er meðal helstu...
Sagan af Dimmalimm er ein ástsælasta og vinsælasta barnabók Íslendinga til margra ára, ekki hvað síst fyrir hrífandi myndskreytingar listamannsins.
Tímalaus boðskapur ævintýrisins sem í senn er bæði einfaldur og fallegur hefur átt hljómgrunn hjá fólki á öllum aldri á mismunandi tímum. Ævintýrið um Dimmalimm samdi Muggur árið 1921 handa lítilli frænku sinni og er meðal helstu gersema sem hann lét eftir sig.
Bókin er einnig til á ensku, frönsku, þýsku og pólsku.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.