Vörumynd

ULS Multi Tip #8

Guideline
ULS Multi Tip línan er sérlega hentug þegar veitt er nálægt sér, hvort heldur í ám eða stöðuvötnum. Útskiptanlegu endar línunnar eru aðeins 3 metra langir og því trufla lykkjusamsetningar ekki inndrátt. Línan er í raun línukerfi því hægt er að nota sömu línuna í mismunandi aðstæðum. Hún hentar vel í litlum og meðalstórum ám,  hvort heldur í lax eða silung, en einnig í veiðivötn. Heildarlengd línu…
ULS Multi Tip línan er sérlega hentug þegar veitt er nálægt sér, hvort heldur í ám eða stöðuvötnum. Útskiptanlegu endar línunnar eru aðeins 3 metra langir og því trufla lykkjusamsetningar ekki inndrátt. Línan er í raun línukerfi því hægt er að nota sömu línuna í mismunandi aðstæðum. Hún hentar vel í litlum og meðalstórum ám,  hvort heldur í lax eða silung, en einnig í veiðivötn. Heildarlengd línunnar er 25 metrar, þar af er hausinn 7 metrar, að endanum meðtöldum. Aftari hluti línunnar (e. back taper) er einn metri að lengd og mjókkaðar aftur á þriggja metra kafla áður en rennilínan tekur við. Sá kafli er hannaður til að þrengja línubuginn og auðvelda línustjórnunina. Gulur litur línunnar nær frá rennilínu inn á aftari hluta skothaussins og auðveldar veiðimanni lengdarstjórnun og hleðslu stangarinnar . ULS Multi Tip er með grönnum lykkjum á öllum endum.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt