Vörumynd

Experience T-Zip Vöðlupakki II XXXL Korkers Terror Ridge #13/46

Experience vöðlupakki II inniheldur öndunarvöðlur frá Guideline og Korkers vöðluskó. Vöðlurnar eru framleiddar úr léttu en endingargóðu efni með vatnsheldum rennilás að framan. Þær búa að saumalausum frágangi en notast er við það sem kallast  Ultra Sonic , sem er einskonar bræðslutækni. Á vöðlunum er einn vasi að framan og annar að innanverðu, báðir með vatnsvörðum rennilásum. Á vöðlunum er áfa...
Experience vöðlupakki II inniheldur öndunarvöðlur frá Guideline og Korkers vöðluskó. Vöðlurnar eru framleiddar úr léttu en endingargóðu efni með vatnsheldum rennilás að framan. Þær búa að saumalausum frágangi en notast er við það sem kallast  Ultra Sonic , sem er einskonar bræðslutækni. Á vöðlunum er einn vasi að framan og annar að innanverðu, báðir með vatnsvörðum rennilásum. Á vöðlunum er áfastur áhaldagormur s.s. fyrir taumaklippur, en einnig má festa ýmis önnur tæki og tól í D-lykkjur sem saumaðar eru í vöðlurnar . Experience eru einstaklega þægilegar og henta þeim sérlega vel sem ganga mikið við veiðar. Þá eru vöðlurnar tiltölulega rúmmáls litlar og pakkast því vel, t.d. í bakpokann. Val stendur á milli tveggja vöðluskóa sem báðir eru framleiddir af Korkers. Devils Canyon  eru léttir skór sem falla ákaflega vel að fótunum. Skórnir eru með M2 Boa® vírakerfi sem gerir reimarnar óþarfar og eykur mjög þægindi við veiðar en ekki síður við að fara í þá og úr. Vöðluskórnir eru með góðan ökklastuðning, þeir eru fljótir að þorna en sérstakar rásir tryggja að vatn eigi greiða leið úr skónum þegar á bakkann er komið. Hæll og tá eru sérstaklega styrkt en skórinn sjálfur er framleiddur úr mjúku gúmmíefni sem aðlagar sig að fótum notenda. Terror Ridge  er nýjasti vöðluskórinn frá Korkers, framleiddur úr vatnsfráhrindandi efnum sem eru ákaflega slitsterk og endingargóð. Skórinn er búinn einstöku kerfi sem skorðar fótinn örugglega og veitir góðan ökklastuðning. Búnaðurinn nýtist sérlega vel í krefjandi landslagi, s.s. þegar farið er um brattlendi eða grýttar ár. Frárennsli skónna er hannað þannig að vatn eigi greiða leið út, til að tryggja að skórinn sé eins léttur og mögulegt er þegar komið er í land. Báðir skórnir með útskiptanlegum  OmniTra x-sólum, en þeim fylgir bæði gúmmí- og filtbotn.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Veiðiflugur
    Til á lager
    79.900 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt