Vörumynd

Ocamora jafnvægisbretti

Jafnvægisbrettin frá Ocamora er fallegur gripur inná hvert heimili, þau eru ekki bara glæsileg á að horfa heldur eru þau mjög nytsamleg og skemmtileg fyrir börn. Jafnvægisbrettin hjálpa börnum að finna jafnvægi og samhæfingu í gegnum leik. Möguleikarnir eru endalausir og ímyndunaraflið fær að blómstra með leikfangi sem þessu. Brettin eru handgerð á Spáni og eru úr hágæða náttúrulegum beyki vi...

Jafnvægisbrettin frá Ocamora er fallegur gripur inná hvert heimili, þau eru ekki bara glæsileg á að horfa heldur eru þau mjög nytsamleg og skemmtileg fyrir börn. Jafnvægisbrettin hjálpa börnum að finna jafnvægi og samhæfingu í gegnum leik. Möguleikarnir eru endalausir og ímyndunaraflið fær að blómstra með leikfangi sem þessu. Brettin eru handgerð á Spáni og eru úr hágæða náttúrulegum beyki við og handmáluð með eiturefnalausri vatnsmálningu svo að náttúrulegar æðar viðarins skína í gegn . Hvert bretti er því einstakt og búið til af litlu dásamlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í vönduðum viðarleikföngum úr opnum efnivið. Leikföngin frá Ocamora eru örugg og 100% eiturefnalaus og óhætt fyrir börn að setja þau til munns. Vörurnar frá Ocamora eru gerð úr efnivið frá sjálfbærum skógum og eru með FSC og PEFC vottun. Allar vörur frá Ocamora eru CE vottaðar.

Brettin eru 94 X 34 cm og vega 3 kg og svo þola þau allt að 150 kg þyngd.

Ath að þar sem brettin eru búin til úr við þá er hvert bretti ólíkt því viðarhreyfingar í brettunum og litamynstur í viðnum eru ólík í hverju bretti, brúnir skellir og lifandi munstur einkennir viðinn svo hver gripur er svo sannarlega einstakur og ber þess falleg merki.

Brettin eru umbúðarlaus.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Regnboginn verslun
    23.990 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt