Vörumynd

Hrein mineralolía fyrir trékefli og skurðarbretti

Lýsing

100% náttúruleg, matvælavæn og lyktarlaus olía til þess að bera á viðarkefli, skurðarbretti, borðfleti og bambusáhöld. Mineralolían verndar viðarfleti og kemur í veg fyrir að ...

Lýsing

100% náttúruleg, matvælavæn og lyktarlaus olía til þess að bera á viðarkefli, skurðarbretti, borðfleti og bambusáhöld. Mineralolían verndar viðarfleti og kemur í veg fyrir að viðurinn þorni upp, springi og klofni. Ef viðaráhöldum, keflum, brettum, skálum og handföngum er reglulega haldið við með góðri olíu eykst líftíminn og áhöldin líta út eins og ný ár eftir ár.

Leiðbeiningar :

Þurrkið af viðnum með sápuvatni og tusku. Forðist að gegnvæta viðinn og setjið ekki í uppþvottavél. Hreinsið og þurrkið alveg áður en olían er borin á.

Berið olíuna á viðinn með mjúkum klút og leyfið olíunni að síast inn í viðinn í nokkrar mínútur. Þurrkið síðan alla umfram olíu af með þurrum og hreinum klút.

Berið olíu á allar nýjar viðarvörur einu sinni á dag fyrstu vikuna og einu sinni í viku fyrsta mánuðinn. Eftir það er gott að bera á viðinn einu sinni í mánuði fyrsta árið eða eftir þörfum.

Magn: 238 ml.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt