Vörumynd

Jennifer - Ladyline

Jennifer er ein af nýju 2020 hárkollunum frá Bergmann. Krulluð er hún einsog myndin sýnir. Hún er með léttum topp sem hægt er að leggja til hliðar eða snyrta ögn af síddinni á honum og leggja hann fram á ennið. Hárið er allt klippt í styttur og nær lengsta hárið aftan á hnakkanum ca. að herðablöðum. Grunnurinn er allur vélunnin og lofta mjög vel um hann. Á innanverðum grunninum sést að það hefu...
Jennifer er ein af nýju 2020 hárkollunum frá Bergmann. Krulluð er hún einsog myndin sýnir. Hún er með léttum topp sem hægt er að leggja til hliðar eða snyrta ögn af síddinni á honum og leggja hann fram á ennið. Hárið er allt klippt í styttur og nær lengsta hárið aftan á hnakkanum ca. að herðablöðum. Grunnurinn er allur vélunnin og lofta mjög vel um hann. Á innanverðum grunninum sést að það hefur verið saumaður stamur renningur ca. 2 cm fyrir ofan sitthvort eyra og einnig aftan á hálsinum. Þessir stömu renningar gera það að verkum að hárkollan situr enn betur á kollinum. Hægt er að þrengja hana eða vikka aftan á hálsinum á innanverðum grunninum. Þar eru 2 flipar sitthvoru megin (franskur rennilás) sem hægt er að stilla til að víkka eða þrengja. Hárið er gervi hár. Jennifer er framleidd í 7 litum. Ekki fáanleg í gráum lit.

Verslaðu hér

  • Hárkollugerðin slf - Kolfinna Knútsdóttir 511 5222 Pósthólf 10006, 130 Reykjavík (pósthólf)

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt