Vörumynd

Maya - Ladyline

Maya er ein af nýju 2020 hárkollunum frá Bergmann. Hún er klippt í styttur með topp fram á ennið. Lengdin á hárinu aftan á hnakkanum er í styttum og nær lengsta hárið ca. niður fyrir herðablöð. Hárið er gervi hár. Grunnurinn er vélunnin fyrir utan hárið í framlínunni (það er við ennissvæðið). Þar hefur hárið verið handhnýtt í gegnsæjan grunn sem líkir eins vel eftir hársverði og hægt er að óska...
Maya er ein af nýju 2020 hárkollunum frá Bergmann. Hún er klippt í styttur með topp fram á ennið. Lengdin á hárinu aftan á hnakkanum er í styttum og nær lengsta hárið ca. niður fyrir herðablöð. Hárið er gervi hár. Grunnurinn er vélunnin fyrir utan hárið í framlínunni (það er við ennissvæðið). Þar hefur hárið verið handhnýtt í gegnsæjan grunn sem líkir eins vel eftir hársverði og hægt er að óska sér í hárkollu. Það loftar mjög vel um grunninn. Á innanverðum grunninum sést að það hefur verið saumaður stamur renningur ca. 2 cm fyrir ofan sitthvort eyra og einnig aftan á hálsinum.  Þessir stömu renningar gera það að verkum að  hárkollan situr enn betur á kollinum. Hárkolluna er hægt að víkka eða þrengja aftan á hálsinum á innanverðum grunninum. Þar eru 2 flipar sitthvoru megin (franskur rennilás) sem hægt er að stilla til að víkka eða þrengja. Maya er framleidd í 9 litum. Ekki fáanleg í gráum lit.

Verslaðu hér

  • Hárkollugerðin slf - Kolfinna Knútsdóttir 511 5222 Pósthólf 10006, 130 Reykjavík (pósthólf)

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt