Vörumynd

Garn

Hilma -Hönnun og handverk hefur hannað alveg einstakt band úr íslenskri ull. Íslenska ullin er sterk og því góð undirstaða þegar gert er einstakt blandað band. Íslensku sauðalitirnir eru einnig m...

Hilma -Hönnun og handverk hefur hannað alveg einstakt band úr íslenskri ull. Íslenska ullin er sterk og því góð undirstaða þegar gert er einstakt blandað band. Íslensku sauðalitirnir eru einnig mjög fallegir og því gaman að hafa bandið ólitað. MarEik er íslensk ull blönduð með SeaCell efni sem samanstendur af íslenskum þara og sellulósetrefjum. Rós er íslensk ull blönduð með rósartrefjum.

Rós

Er ólituð íslensk ull með rósatrefjum. Trefjarnar eru unnar úr rósarunnum og eru skjannahvítar og glansandi, það skín í gegn í bandinu þar sem það er ólitað. Þvottaekta sauðalitir.

Rós30c
90m. 50gr.
70% ólituð íslensk ull, 30% rósatrefjar

MarEik

Hér er íslenska ullin blönduð með SeaCell TM trefjum (Seaweed/Cellulose) sem eru sellulósatrefjar unnar úr trjám (sjálfbært skógarhögg) og blandaðar með íslenskum þara (seaweed, keypt frá Reykhólum við Breiðafjörð) Með þaranum kemur lífvirkni á borð við andoxun og bakteríuhamlandi virkni með í bandið.

MarEik 25A
145m 50g
25% SeaCell TM, 75% ólituð íslensk ull

MarEik 40B
100m 50gr
40% SeaCell TM, 60% ólituð íslensk ull

Garnið kemur í 4 litum

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Eftirlæti
    Til á lager
    2.590 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt