Vörumynd

Handgerð lífræn sápa í bandi, 175 gr. - skógarilmur

Malin i Ratan

Handunnin lífræn sápa með skógarilm.
-Meira en bara sápa.

Þessi handgerða umhverfisvæna sápa frá Malin í Ratan er meira en bara sápa. Hún hentar fyrir allan líkaman og er sérstaklega góð til raksturs. Laxerolían í sápunni framkallar mikið löður og hvítur leirinn gerir húðina sleipa þannig að rakhnífur rennur ljúft eftir húðinni.

Sápan sem ilmar af dásamlegum skógarilm hentar...

Handunnin lífræn sápa með skógarilm.
-Meira en bara sápa.

Þessi handgerða umhverfisvæna sápa frá Malin í Ratan er meira en bara sápa. Hún hentar fyrir allan líkaman og er sérstaklega góð til raksturs. Laxerolían í sápunni framkallar mikið löður og hvítur leirinn gerir húðina sleipa þannig að rakhnífur rennur ljúft eftir húðinni.

Sápan sem ilmar af dásamlegum skógarilm hentar vel bæði í baðherbergið og sánaklefa. Nettluduft gefur sápunni grænan lit.

Sápan sem er bæði nærandi og rakagefandi hentar fyrir blandaða og þurra húð. Sem hársápa hentar hún hári og hársverði sem er í góðu jafnvægi. Fólk með þurrt hár og hársvörð notar hana þó gjarnan.

Um er að ræða vandaða og fjölhæfa vöru sem leyst getur af hólmi ýmsar venjulegar snyrtivörur og því fjöldann allann af umbúðum. Hún nýtist sem venjuleg sápa, hársápa, andlitshreinsiefni, húðkrem og er sérstaklega góð sem raksápa.

Ef þú hyggst nota sápuna í hárið er best að byrja á því að bleyta hana og nudda til að framkalla löður. Nuddið síðan sápunni í blautan hársvörðinn og haldið síðan áfram að nudda til að framkalla enn meira löður. Skolið síðan sápuna vandlega úr. Sumir kjósa að þvo hárið tvisvar og er það að sjálfsögðu val hvers og eins. Varist að láta sápuna fara í augun. Gott getur verið að skola hárið með ediki eftir þvott og svo aftur í lokin með köldu vatni.

  • 175 gr.
  • Snæri úr hamp.
  • Endurvinnanlegar pappírsumbúðir

Framleitt með vottuðum lífrænum hráefnum úr: sænskri ræktaðri og kaldpressaðri repjuolíu, kókoshnetuolíu, ólífuolíu, laxerolíu, kakósmjöri, aloe vera, hvítum leir, ilmkjarnaolíu úr barri, nettlu.

Innihaldsefni: Sodium canolate, Sodium cocate, Glycerin, vatn, Sodium olevate, Sodium castorate, Sodium cocoa butterate, Urtica dioica leaf & extract, AloeBarbadensis Gel, White clay, Abies sibirica oil & Pinus sylvestris Oil. Limonene *.
* hluti í ilmkjarnaolíu
-----
Lífrænu sápurnar frá Malin eru handgerðar í strandþorpinu Ratan í Västerbotten í Svíþjóð.
Með kaupum á sápu í föstu formi minnkar þú magn óþarfa innihaldsefna og umbúða á heimilinu….og hver vill það ekki?

  • Öll hráefni í sápunni eru vistfræðilega vottuð
  • Innihaldefni eru jurtaolía og fita (án pálmaolíu)
  • Lyktarlaus eða með vægum ilmi af lífrænum ilmkjarnaolíum
  • Litur og áferð sápunnar kemur frá leirr og lífrænum jurtum.
  • Notið snærið til að láta sápuna hanga og þorna vel á milli þess sem hún er notuð.  Einnig er gott að geyma hana á sápudisk eða lúffu og láta vatnið renna vel af sápunni á milli þess sem hún er notuð.
  • Gott getur verið að vera með tvö sápustykki í gangi í einu og nota sápurnar til skiptis. Með því móti ná sápurnar jafnvel að þorna á milli sem gerir þær enn endingarbetri en ella.

Malin í Ratan vill með framleiðslu sinni stuðla að varðveislu ekta sænsks handverks og smáframleiðslu og um leið bjóða uppá vörur sem eru mildari bæði fyrir menn og umhverfi.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt