Vörumynd

Olight X7R Marauder 12.000 lm leitarljós

Olight X7R Marauder ljósið er endurhönnuð, bjartari og endurhlaðanleg útgáfa af vasaljósinu Olight X7 með einstaklega sterku ljósi og virkni. Nýja Olight X7R vasaljósið er með innbyggt rafhlöðusett ásamt uppfærðu stýriborði til að ná fram hinni sterku lýsingu, 12.000 lúmenum. Olight X7R Marauder er útbúið bættri öryggistækni með fjarlægðarskynjurum sem tempra lýsinguna ef vasaljósið er á hárri ...
Olight X7R Marauder ljósið er endurhönnuð, bjartari og endurhlaðanleg útgáfa af vasaljósinu Olight X7 með einstaklega sterku ljósi og virkni. Nýja Olight X7R vasaljósið er með innbyggt rafhlöðusett ásamt uppfærðu stýriborði til að ná fram hinni sterku lýsingu, 12.000 lúmenum. Olight X7R Marauder er útbúið bættri öryggistækni með fjarlægðarskynjurum sem tempra lýsinguna ef vasaljósið er á hárri stillingu og kemur nálægt hlut sem það gæti mögulega skemmt. Uppfærslur innihalda einnig USB C hleðslu með þreföldum hraða á við hefðbundið Míkró-USB inntak. Olight X7R vasaljósið býr yfir frumlegri aðferð til að opna og loka hleðsluportinu sem viðheldur vatnsheldni þess, földu gati fyrir spotta og hefur handhægara yfirbragð með þægilegu gripi fyrir fingur. X7R er hið fullkomna ljós til sjálfsvarnar og notkun í óbyggðum, með bætta notkunareiginleika og betri virkni. - Hámarksútstreymi upp á 12.000 lúmens og þriðjungi meiri birtu en hið upphaflega X7 Marauder. - USB C-hleðsluport og snúra fylgja með, veita þrefalt hraðari hleðslu en venjuleg míkró-USB snúra og er skjótt að verða mest notaða tæknin. - Bætt öryggi. Nálægðarskynjari sem lækkar útstreymið sjálfkrafa þegar ljósið nálgast hlut. Virkt hitastýringarkerfi sem dregur úr útstreyminu þegar hitastigið verður of hátt, til að koma í veg fyrir skemmdir eða ofhitnun. - Frumleg aðferð til að opna og loka lokinu yfir hleðsluportinu sem viðheldur vatnsheldnieiginleikanum. - Vinnuvistvæn og notendavæn hönnun. Útdregin festing fyrir þykkari sporta til að þola þyngdina, en samt lítt áberandi. Góð áferð og þægilegt grip fyrir fingur. - Margþætt virkniljós undir hliðarrofa. Getur virkað sem staðsetningarljós, sýnt stillingu ljóssis og gefið merki um lága hleðslu á rafhlöðu.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt