Vörumynd

Prêt-à-Porter

Prêt-à-Porter er spil sem gerist í heimi tískunnar. Leikmenn stjórna fatafyrirtækjum og berjast um yfirráð í tískusýningum. Peningar geta verið hættulegt vopn. Í spilinu opna leikmenn ný útibú og verslanir, ráða verkamenn og reyna að öðlast nýja hæfileika. Nýjar hönnunarstofur og merkjabúðir eru opnaðar. Svo þarf að ráða bókhaldara og módel, og skrifa undir samninga sem tryggja gróða og auka hr...
Prêt-à-Porter er spil sem gerist í heimi tískunnar. Leikmenn stjórna fatafyrirtækjum og berjast um yfirráð í tískusýningum. Peningar geta verið hættulegt vopn. Í spilinu opna leikmenn ný útibú og verslanir, ráða verkamenn og reyna að öðlast nýja hæfileika. Nýjar hönnunarstofur og merkjabúðir eru opnaðar. Svo þarf að ráða bókhaldara og módel, og skrifa undir samninga sem tryggja gróða og auka hróður fyrirtækisins. Leikmenn fá nýja hæfileika í hverjum mánuði. Tískusýningar eru haldnar í hverjum ársfjórðungi. Hver leikmaður þarf að undirbúa safn af klæðnaði til að sýna. Almenningur, fjölmiðlar, og sérfræðingar meta sýningarnar í fjórum þáttum og gefa verðlaun og viðurkenningar. Þeim mun fleiri verðlaun sem sýningarnar gefa, þeim mun meiri pening fá leikmenn fyrir að selja klæðnaðinn sinn. Prêt-à-Porter er með einstaka blöndu af viðskiptastrategíu og gagnvirkni á milli leikmanna. Heppni er ekki stór partur af spilinu, en margar mikilvægar ákvarðanir sem þarf að taka og margar leiðir til að velja um til að ná sigri. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2012 International Gamers Award - General Strategy: Multi-player - Tilnefning 2011 Gra Roku Game of the Year - Tilnefning https://youtu.be/N8CnBjaj6KY

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt