Vörumynd

D&D 5th Dungeons & Dragons vs. Rick and Morty - Tabletop RPG

Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis þegar Rick og Morty, hinar vinsælu persónur úr samnefndum sjónvarpsþáttum, fara í D&D? Allt! Ef þú hefur einhvern tíma séð þessa þætti, þá veistu að hinn stórbrjálaði sjálfselskupúki og snillingur Rick Sanchez myndi aldrei fara í gegnum heilt ævintýri án þess að taka eins og svo sem eitt stórmennskubrjálæðiskast (já, það er orð, flettu því upp!). ...
Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis þegar Rick og Morty, hinar vinsælu persónur úr samnefndum sjónvarpsþáttum, fara í D&D? Allt! Ef þú hefur einhvern tíma séð þessa þætti, þá veistu að hinn stórbrjálaði sjálfselskupúki og snillingur Rick Sanchez myndi aldrei fara í gegnum heilt ævintýri án þess að taka eins og svo sem eitt stórmennskubrjálæðiskast (já, það er orð, flettu því upp!). Þessi kassi inniheldur allt sem stjórnandi þarf til að vekja upp innra með sér brjálaðan uppfinningavísindamann (jú, það er líka orð, hvað er þetta!!) og gefa leikmönnum sínum færi á að rickrúlla (ok, það er nýyrði) í gegnum eins og eina sögu. Kassinn inniheldur sérhannaðan stjórnendaskjá, teninga, reglubók og eitt ævintýri. Og heilmikið brjálæði!

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt