Vörumynd

Endurkast / Reflection

Í tilefni ljósmyndasýningarinnar Endurkast árið 2008 var vegleg og að mörgu leyti óvenjuleg ljósmyndabók gefin út sem gefur glögga mynd af sýningunni og þeim viðfangsefnum sem nútímaljósmyndun fæst við. Bókinni er ætlað að varpa ljósi á stöðu ljósmyndunar í íslenskri myndlist og skoða viðfangsefni og nálgun ljósmyndara sem unnið hafa með ljósmyndun sem listmiðil. Á sýningunni voru myndir  átta ...
Í tilefni ljósmyndasýningarinnar Endurkast árið 2008 var vegleg og að mörgu leyti óvenjuleg ljósmyndabók gefin út sem gefur glögga mynd af sýningunni og þeim viðfangsefnum sem nútímaljósmyndun fæst við. Bókinni er ætlað að varpa ljósi á stöðu ljósmyndunar í íslenskri myndlist og skoða viðfangsefni og nálgun ljósmyndara sem unnið hafa með ljósmyndun sem listmiðil. Á sýningunni voru myndir  átta íslenskra ljósmyndara sem mynduðu Félag íslenskra samtímaljósmyndara.Ljósmyndaranir átta eru: Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen, Ívar Brynjólfsson, Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Bragi Þór Jósefsson, Spessi og Þórdís Ágústsdóttir.Textahöfundar bókarinnar eru Sigrún Sigurðardóttir og Hjálmar Sveinsson. Bókin er á íslensku og ensku.

Verslaðu hér

  • Þjóðminjasafn Íslands
    Þjóðminjasafn Íslands 530 2200 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt