Vörumynd

RISTRETTO DECAFFEINATO

Nespresso Ísland

Ristretto þýðir „stutt“ á ítölsku. Það er það sem Napólíbúar gerðu við sitt espresso til að búa til þessa enn sterkari kaffitegund. Ristretto- kaffiblandan endurspeglar það með kröftugum og þversagnakenndum karakter. Ristretto Decaffeinato fetar í sömu fótspor en án koffíns.

UPPRUNI

Þetta er okkar bragðsterkasta kaffi án koffíns. Öll helstu einkenni Ristretto halda sé…

Ristretto þýðir „stutt“ á ítölsku. Það er það sem Napólíbúar gerðu við sitt espresso til að búa til þessa enn sterkari kaffitegund. Ristretto- kaffiblandan endurspeglar það með kröftugum og þversagnakenndum karakter. Ristretto Decaffeinato fetar í sömu fótspor en án koffíns.

UPPRUNI

Þetta er okkar bragðsterkasta kaffi án koffíns. Öll helstu einkenni Ristretto halda sér í Ristretto Decaffeinato . Þetta er enn blanda af kaffi frá bæði Rómönsku-Ameríku og Austur-Afríku – Arabica og örlítið af Robusta. Allar þessar kaffitegundir hafa sinn sérstaka karakter og eru sameinaðar í bragðmiklu og koffínlausu Ristretto. Svo margt í gangi í litlum bolla – stundum þarf ekki mikið til. Koffínið er fjarlægt úr þessu kaffibaunum þannig að tryggt sé að öll bragð- og ilmblæbrigði haldist í koffínlausu Nespresso Ristretto .

RISTUN

Hæg sérristun á þessum Arabica- og Robusta-kaffibaunum kemur öllum blæbrigðum þeirra til skila og veitir Ristretto Decaffeinato sitt mikla og ristaða bragð. Hið klassíska ítalska bragð næst fram með fínmölun – það er bæði bragðsterkt og virkilega bragðgott.

ILMPRÓFÍLL

Nespresso Ristretto Decaffeinato – eins og hið upprunalega Ristretto- hylki – er mikið ristað en jafnvægi næst fram með mjúkum súkkulaðikeim. Þú gætir einnig tekið eftir mildri sýru og ávaxtakeim sem gera þetta koffínlausa Nespresso-hylki svona margslungið.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Ristretto Decaffeinato með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 57 g - 2.01 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Verslaðu hér

  • Nespresso
    Nespresso á Íslandi - Kringlan 575 4040 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.