Vörumynd

Hatch Finatic 9 Plus (Gen. 2) #7/10 Hægri handar

Hatch
Ótrúlegur bremsustyrkur sem hæfir hvaða tvíhendu sem er. 9Plus-hjólið er framleitt til að takast á við stóra fiska og rúma mikið magn undirlínu. Það er 10,8 cm í þvermál en 3,5 cm á breidd. Hjólið tekur auðveldlega 220 metra af undirlínu, auk rennilínu og skothaus. Hatch eru bandarísk fluguhjól sem tilheyra hópi þeirra allra bestu á markaðnum. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða hjól frá árinu 20...
Ótrúlegur bremsustyrkur sem hæfir hvaða tvíhendu sem er. 9Plus-hjólið er framleitt til að takast á við stóra fiska og rúma mikið magn undirlínu. Það er 10,8 cm í þvermál en 3,5 cm á breidd. Hjólið tekur auðveldlega 220 metra af undirlínu, auk rennilínu og skothaus. Hatch eru bandarísk fluguhjól sem tilheyra hópi þeirra allra bestu á markaðnum. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða hjól frá árinu 2003 og nýtur nú virðingar veiðimanna um allan heim. Önnur kynslóð Hatch Finatic fluguhjólanna kom nýlega á markað. Þau hafa sópað til sín verðlaunum enda einkar vel hönnuð með bremsubúnað eins og hann gerist bestur. Hjólin eru framleidd úr renndu áli og eru útbúin fullkomlega lokuðu bremsukerfi. Hjólin eru hönnuð til að standast átök í ferskvatni sem sjó. Öll þau Hatch hjól sem Veiðiflugur bjóða upp á eru breiðkjarna (e. Large arbor) sem auðveldar veiðimönnum að ná inn slaka línunnar og dregur jafnframt úr línuminni.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Veiðiflugur
    Til á lager
    149.900 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt