Vörumynd

Heillakort Þjóðminjasafnsins

Heillakort Þjóðminjasafnsins er ný vara í verslun. Kortið er byggt á gömlum sniðum fyrir samanbrjótanleg sendibréf og umslag á einni pappírsörk.Heillakortin fást með 8 mismunandi teikningum sem gera þau tilvalin í afmælið, ferminguna, útskriftina og brúðkaupið. Kortin henta vel þegar um peningagjafir er að ræða þau halda vel utan um peningaseðla. Heillakortin fagna fjölbreytileikanum og eru umh...
Heillakort Þjóðminjasafnsins er ný vara í verslun. Kortið er byggt á gömlum sniðum fyrir samanbrjótanleg sendibréf og umslag á einni pappírsörk.Heillakortin fást með 8 mismunandi teikningum sem gera þau tilvalin í afmælið, ferminguna, útskriftina og brúðkaupið. Kortin henta vel þegar um peningagjafir er að ræða þau halda vel utan um peningaseðla. Heillakortin fagna fjölbreytileikanum og eru umhverfisvæn. Í þau er notaður óhúðaður, óhvíttaður pappír og þeim fylgja engin umslög sem enda í ruslinu. Kortin eru hönnuð og prentuð á Íslandi, sem þýðir minna kolefnisspor og aukin atvinna innanlands. Heillakortin eru unnin í samvinnu verslunarstjóra Safnbúða og listakonunnar Jóhönnu Þorleifsdóttur.Kortin eru samanbrotin og auðvelt er að brjóta þau saman aftur eftir að skilaboðin hafa verið skrifuð. Þú eltir tölustafina 1,2,3,4 og orðin "Innilegar hamingjuóskir með daginn" á brúnum kortsins og losar um límröndina til að loka því.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Þjóðminjasafn Íslands
    Til á lager
    650 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt