Vörumynd

Spicy

Einnu sinni, fyrir langa löngu, voru 3 stór kattardýr orðin þreytt á að slást upp á hvert þeirra væri æðst þeim öllum. Þau ákváðu að hætta að slást og seta smá krydd í tilveruna með því að keppa í að éta sem sterkustu kryddin. Því miður fóru þau fljótlega öll að svindla, svo þetta endaði með því að verða mjög heitfengur, oft grætilegur, blekkingarleikur. Spicy er blekkingarspil fyrir 2-6 leikme...
Einnu sinni, fyrir langa löngu, voru 3 stór kattardýr orðin þreytt á að slást upp á hvert þeirra væri æðst þeim öllum. Þau ákváðu að hætta að slást og seta smá krydd í tilveruna með því að keppa í að éta sem sterkustu kryddin. Því miður fóru þau fljótlega öll að svindla, svo þetta endaði með því að verða mjög heitfengur, oft grætilegur, blekkingarleikur. Spicy er blekkingarspil fyrir 2-6 leikmenn. Spilunum er spilað út á grúfu, svo þú getur svindlað þegar þú segir hvaða spili þú ert að spila út. En þetta sniðuga spil snýst ekki einungis um að blekkja aðra. Því þú getur næstum alltaf spilað út spili sem er að minnsta kosti hálfur sannleikur… ef þú stýrir höndinni þinni. Það þýðir að velja af kænsku hvaða spil á að nota til að komast áfram: Á ég að spila út 10 Pipar á 9 Wasabi og segja að það sé 10 Wasabi ? Eða ætti ég að segja pass því þau fatta að ég hef eytt aðeins of miklum tíma í að hugsa um þetta? Að auki, þá eru 6 spil sem eru breytileg, en jafnvel án þeirra er Spicy mjög breytilegt á milli spila. Spilin eru myndskreytt með 40 mismunandi myndum. Einnig er kassinn og bakið á spilunum fagurlega skreytt með gullitaðri áferð. https://youtu.be/J49n6klxFIA

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt