Vörumynd

Miele veggofn H7365BPOBSW - Svartur

Miele

Miele H7365BPOBSW veggofninn hjálpar þér að töfra fram dýrindis rétti. Ofninn er með 16 eldunarkerfi og 40 sjálfvirk kerfi auk þess að geta notað gufueldunarkerfi til að fá enn bragðmeiri og hollari mat. Einnig er hægt að hreinsa ofninn með Pyrolytic hreinsikerfinu án þess að þurfa að nota eitruð hreinsiefni.

Ofninn
Þessi veggofn notar bæði venjulegt hitakerfi ...

Miele H7365BPOBSW veggofninn hjálpar þér að töfra fram dýrindis rétti. Ofninn er með 16 eldunarkerfi og 40 sjálfvirk kerfi auk þess að geta notað gufueldunarkerfi til að fá enn bragðmeiri og hollari mat. Einnig er hægt að hreinsa ofninn með Pyrolytic hreinsikerfinu án þess að þurfa að nota eitruð hreinsiefni.

Ofninn
Þessi veggofn notar bæði venjulegt hitakerfi og gufu til þess að elda. Með því að nota gufukerfið er hægt að elda hollari og bragðmeiri mat, t.d. til að baka og elda kjöt.

Stærð
Ofninn er með 76 lítra rúmmál svo auðvelt er að koma fyrir stærri pottum. Einnig eru þrjár hæðir svo hægt er að elda margar máltíðir í einu.

Kerfi og stillingar
Veldu á milli 16 eldunarkerfa og fáðu fullkomnar niðurstöður í hvert skipti. Ef þú vilt byrja að elda á ákveðnum tíma þá er hægt að velja Delayed Start eiginleikan. Ofninn er einnig með allt að 40 sjálfvirk eldunarkerfi sem hægt er að stilla á eftir því hvernig mat þú ert að elda.

Pyrolytic hreinsikerfi
Með því að ýta á einn takka hitar ofninn sig upp í 400°c og brennir öll óhreinindi að innan. Eftir á er hægt að strjúka öskuna auðveldlega í burtu.

Hitamælir
Innbyggður hitamælir hjálpar til við að ná sem bestu niðurstöðunum við eldamennskuna.

Perfect Clean
Bakkarnir í ofninum eru með PerfectClean yfirborð sem gerir það að verkum að auðvelt er að þrífa þá.

Led lýsing
Ofninn er með LED lýsingu sem gefur góða lýsingu inn í ofninn á meðan maturinn er að eldast á orkusparandi hátt.

Allt að 20 ára líftími
Eins og öll Miele heimilistæki þá er þessi ofn prófaður til að endast í langan tíma.

Miele @ Home
Hvort sem þú ert heima eða á ferðinni geturðu stjórnað ofninum. Ath. snjallforrit er ekki í íslenska Play store né App store.

Orkuflokkur
Þessi ofn er í orkuflokki A+, sem er bæði orkusparandi fyrir þig og umhverfið.

Almennar upplýsingar

Veggofnar
Framleiðandi Miele
Módel H7365BPOBSW
Almennar upplýsingar
Orkuflokkur A+
Orkunotkun (undir/yfirhita) 1,1
Orkunotkun (blástur) 0,71
Nettó rúmmál (L) 76
Rafmagnsþörf (W) 3500
Ofn
Heitur blástur
Grill
Rafmagnsþörf grills (W) 1300
Afþíðingarkerfi
Gufueldunarkerfi
Sjálfhreinsikerfi Pyrolytic
Steikarmælir
Tími að 200°C (mín) 6
Innrétting
Bökunarplötur 2
Ofnskúffur 1
Ljós LED
Öryggi
Barnalæsing
Yfirborðshiti á hurð (°C) 50
Fjöldi glerja í hurð 4
Útlit og stærð
Litur Svartur
Hæð (cm) 59,6
Breidd (cm) 59,5
Dýpt (cm) 55
Innbyggingar mál H 59,3 x B 56 x D 55 cm
Þyngd (kg) 42

Verslaðu hér

  • ELKO Landsins mesta úrval af raftækjum 544 4000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt