Vörumynd

Erika - sparipeysan

Kind Knitting

Erika peysan er samvinnuverkefni okkar Þórunnar Ívars, en hana langaði í sæta spari peysu á snúlluna sína hana Eriku. Þetta er úkoman.


Erika er prjónuð slétt í byrjun og síðan perluprjón. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fyrst fram og til baka og svo í hring.
Peysan er með lítið op aftan í hálsmálinu og bundin með slaufu.
Pífa er í V að framan en einfalt er að sleppa henni e…

Erika peysan er samvinnuverkefni okkar Þórunnar Ívars, en hana langaði í sæta spari peysu á snúlluna sína hana Eriku. Þetta er úkoman.


Erika er prjónuð slétt í byrjun og síðan perluprjón. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fyrst fram og til baka og svo í hring.
Peysan er með lítið op aftan í hálsmálinu og bundin með slaufu.
Pífa er í V að framan en einfalt er að sleppa henni eða hafa beina.

Stærðir: 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-7 og 8-10 ára

Yfirvídd/ummál: 59, 61, 63, 65, 66, 70, 72, 75 cm

Garn: Dale Lerke 150, 200, 250, 300, 350, 350, 400-450, 450-500g

Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta : 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni (Prjónar nr. 4)

Prjónar:

  • Hringprjón nr. 4, 40 og 60/80 cm
  • Sokkaprjóna nr. 3,5
  • Sokkaprjóna nr. 4

Fleiri myndir hér fyrir neðan

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt