Vörumynd

Uppsetning á hleðslustöð (Höfuðborgarsvæðið)

Hleðslan

Vönduð uppsetning er öryggismál. Við tryggjum þér þjónustu löggiltra fagmanna sem þekkja okkar vöru, að ýtrustu kröfum sé fylgt og ábyrgð iðnmeistara sé á verkinu. Ferlið er svona:

  • Eftir að uppsetning er keypt komum við upplýsingum til rafvirkjameistarans sem annast mun verkið.
  • Haft verður samband, vanalega innan tveggja virkra daga. Sá sem hefur samband mun spyrja almennra spurning…

Vönduð uppsetning er öryggismál. Við tryggjum þér þjónustu löggiltra fagmanna sem þekkja okkar vöru, að ýtrustu kröfum sé fylgt og ábyrgð iðnmeistara sé á verkinu. Ferlið er svona:

  • Eftir að uppsetning er keypt komum við upplýsingum til rafvirkjameistarans sem annast mun verkið.
  • Haft verður samband, vanalega innan tveggja virkra daga. Sá sem hefur samband mun spyrja almennra spurninga um raflagnir hússins og ástand rafmagnstöflu. Í einhverjum tilfellum mun hann óska eftir myndum eða annarskonar upplýsingum.
  • Þegar fyrir liggur skýr mynd af verkinu gerir rafvirkinn grein fyrir því hvort grunnverð standist, hvort leggja þurfi í auka kostnað og þá í hverju sá kostnaður sé fólginn.
  • Bókaður er tími í uppsetningu. Í henni felst:
    • Uppsetning á hleðslustöðinni
    • Efniskostnaður og akstur
    • Uppsetning á tilheyrandi varnarbúnaði í rafmagnstöflu ásamt því að taflan er ástandsskoðuð.
    • Flóknari uppsetningar þar sem þarf t.d. að framkvæma einhverskonar jarðvegsvinnu og/eða gera breytingar á rafmagnstöflu er ekki innifalið í verði. Lagnaefni umfram 10 m er ekki innifalið í verði.
  • Að uppsetningu lokinni er verkið tilkynnt til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.

Endurgreiðsla á VSK

Til þess að hvetja til orkuskipta hafa stjórnvöld ákveðið að heimila endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum. Ennfremur fellur uppsetning þeirra undir „Allir Vinna“ átakið og má því einnig sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við uppsetningu (sjá nánar hér).

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt