Vörumynd

60/60 Lopapeysa

Þessi peysa varð til þegar góður vinur fagnaði sextugsafmæli sínu í sumar.

Þetta er hefðbundin íslensk lopapeysa sem hentar við margskonar tilefni eins og allir þekkja.
Mér fannst þó nauðsy...

Þessi peysa varð til þegar góður vinur fagnaði sextugsafmæli sínu í sumar.

Þetta er hefðbundin íslensk lopapeysa sem hentar við margskonar tilefni eins og allir þekkja.
Mér fannst þó nauðsynlegt að „poppa“ hana aðeins upp með því að setja bleikar doppur í mynsturbekkinn, enda kom í ljós að hún er sérlega smart utanyfir bleika skyrtu 😉

Um peysuna:
Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Bolur er prjónaður í hring, með 2 brugðnum lykkjum fyrir miðju að framan. Ermar eru prjónaðar í hring og svo upp á bolinn og þá er mynstur prjónað skv. mynd. Í lokin er lykkjað saman undir höndum, saumuð tvö þétt spor sitt hvoru megin við brugðnu lykkjurnar á bolnum og klippt á milli. Þá er heklaður eða prjónaður kantur í sárið og að lokum settur rennilás eða tölur.

Stærðir:
XS - S - M - L - XL

Ummál :
90 – 92 – 98 – 100 - 104 cm

Garn :
Léttlopi, Spuni eða sambærilegt.
Aðallitur (dökkgrár):        6 – 7 – 7 – 8 - 8
Mynsturlitur 1 (ljósgrár):   2 - 2 - 2 - 3 - 3
Mynsturlitur 2 (hvítur):     1 - 1 – 1 – 2 - 2
Mynsturlitur 3 (bleikur):    1 - 1 - 1 -1 -1

Prjónar:

Hringprjónar # 3,5 og 4,5
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,5

Prjónfesta: 18 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Prjónaklúbburinn
    Til á lager
    950 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt