Vörumynd

Gorenje Advanced eldavél EIT8648W

Gorenje

Með Gorenje Advanced eldavélinni er hægt að bæði elda og baka á sama tíma fyrir alla fjölskylduna. Eldavélin er með spanhelluborði með 4 hellum. Ofninn er með 71 lítra rúmmál sem rúmar fle...

Með Gorenje Advanced eldavélinni er hægt að bæði elda og baka á sama tíma fyrir alla fjölskylduna. Eldavélin er með spanhelluborði með 4 hellum. Ofninn er með 71 lítra rúmmál sem rúmar flesta rétta sem stórfjölskyldur þurfa. Þegar eldamennskan er búin er auðvelt að þrífa ofninn með því að nota AquaClean hreinsikerfið.

Spanhelluborð
Spanhellan notar rafmagnsleiðni til þess að hita í stað hefbundinna aðferða. Botninn á pönnunni/pottinum er það eina sem hitnar á meðan hellan sjálf helst köld viðkomu. Þetta sparar bæði orkunotkun og minnkar hitatap við eldun. Skynjar þrýsting frá pönnum/pottum og hitnar eingöngu á því svæði sem eykur öryggi. Ath að ekki er hægt að nota alla potta og pönnur, þær þurfa að vera úr segulvirkum málmi eins og ryðfríu stáli. Auðvelt að athuga þetta með því að setja segul á botninn og athuga hvort hann helst, ef svo er þá er það áhaldið sem þú getur notað

Stór ofn
Ofninn er með 71 lítra rúmmál svo ekkert mál er að matreiða stórar máltíðir með mismunandi eldunarkerfum eins og til dæmis heitan blástur, grill, pizzakerfi og afþýðingu.

HomeMade
Þessi hönnun fókusar á að halda í það helsta sem hefbundinn brauðofn gerir svo ekkert mál er að baka brauð í ofninum sem fær fallega og krispí brauðskorpu.

AquaClean
Með þessum eiginleika er ekkert mál að hreinsa ofninn. Það eina sem þarf er að setja vatn í bökunarskúffuna, velja kerfið, bíða og strjúka svo í burtu óhreinindin.

Öryggi
Eldavélin er með þrefaldri ofnhurð og barnalæsingu sem kemur í vegfyrir að börn geta brennt sig á tækinu.

Orkuflokkur
Þessi eldavél er í orkuflokki A sem er bæði orkusparandi og náttúruvænna fyrir þig og umhverfið.

Almennar upplýsingar

Eldavélar
Framleiðandi Gorenje
Almennar upplýsingar
Orkuflokkur A
Orkunotkun (undir/yfirhita) 0,94
Orkunotkun (blástur) 0,81
Rafmagnsþörf (W) 10500
Helluborð
Tegund helluborðs Spanhelluborð
Tímastillir
Fjöldi hella 4
Afl og stærð fremri vinstri hellu (w/cm) 2000/180
Afl og stærð fremri hægri hellu (w/cm) 1600/145
Afl og stærð aftari vinstri hellu (w/cm) 2000/180
Afl og stærð aftari hægri hellu (w/cm) 2000/210
Ofn
Nettó rúmmál (L) 71
Undir- og yfirhiti
Grill
Rafmagnsþörf grills (W) 2700
Heitur blástur
Pizza kerfi
Afþíðingarkerfi
Tími að 200°C (mín) 6
Steikarmælir
Skjár
Innrétting
Ljós
Bökunarplötur 2
Ofnskúffur 1
Öryggi
Barnalæsing
Fjöldi glerja í hurð 3
Útlit og stærð
Litur Hvítur
Hæð (cm) 85 - 94
Breiddarflokkur (cm) 56-60
Breidd (cm) 59,7
Dýpt (cm) 60
Þyngd (kg) 53,6

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt