Vörumynd

Olight H1 Nova 500 lm höfuðljós

Nova
Á höfuðljósamarkaðinn hefur lengi skort fyrirferðarlítil og björt ljós í álumgjörð. Björt höfuðljós hafa yfirleitt verið klunnaleg og ómeðfærileg en nú leysir Olight það vandamál. H1 Nova er bæði h...
Á höfuðljósamarkaðinn hefur lengi skort fyrirferðarlítil og björt ljós í álumgjörð. Björt höfuðljós hafa yfirleitt verið klunnaleg og ómeðfærileg en nú leysir Olight það vandamál. H1 Nova er bæði höfuðljós og vasaljós í sama tækinu. Höfuðband og vasafesting sem fylgja ljósinu gera þér kleift að nota það við fjölbreyttar aðstæður. Þú getur fest það við vasa eða bakpokaband til að geta unnið frjálst með höndunum, og með segulfestingu á bakenda ljóssins geturðu fest ljósið á málmfleti til að auðvelda þér vinnu í þröngum aðstæðum, svo sem við viðgerðir. H1 Nova er aðeins 2,1 sentímetrar í þvermál en þrátt fyrir það gefur það frá sér 500 lúmena lýsingu. Ef þú mættir hafa með þér aðeins eitt ljós er þetta rétta ljósið.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt